Opnunarhnappur

Forsíða Borgarvefsjár

Um Borgarvefsjá
Borgarvefsjá er vefþjónusta sem er öllum opin á vefslóðinni www.borgarvefsja.is. Hún veitir á einfaldan hátt grunnupplýsingar úr gögnum LUKR og auk þess ýmsan fróðleik af margvíslegu tagi, sem fróðleiksfúsir notendur kunna að meta. Fyrsta útgáfa Borgarvefsjár var tekin í notkun 1999 og varð Reykjavíkurborg fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að bjóða slíkan aðgang að landupplýsingum.

  Tímavél LUKR
Í Tímavélinni er hægt að sjá breytingar
á ákveðnum LUKR gögnum frá
árinu 1999 til dagsins í dag og einnig
prenta út samanburðarkort.

Þessi gögn eru strandlína,
götur, stígar, hús og lóðir.

 

 

 

Um Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR)
LUKR er samstarfsverkefni Framkvæmda- og eignasviðs, Skipulags- og byggingarsviðs, Orkuveitu Reykjavíkur og Mílu ehf. um víðtækan, rafrænan kortagrunn sem tengdur er margvíslegum upplýsingum úr gagnagrunnum á borð við Fasteignamat ríkisins og þjóðskrá. LUKR var brautryðjandi landupplýsinga hér á landi og hefur nú starfað frá því snemma árs 1988 eða í rúm 20 ár. Í LUKR er að finna grunnupplýsingar um alla innviði borgarinnar (götur, lóðir, hús, lagnir o.s.frv.) auk þess sem tengingar við þjóðskrá opna möguleika á margvíslegum lýðfræðiupplýsingum.

Athugið:
Óheimilt er að nota kort úr Borgarvefsjá við jarðvegsframkvæmdir!
Sjá nánar “Um notkun korta” hér til vinstri.

Hér má sækja kynningarbækling um Borgarvefsjá (0,8Mb).

Til að geta nýtt sér fulla virkni Borgarvefsjár útg. 3.0 þarf að lágmarki Internet Explorer 7.0 vafra.

English instructions

Athugasemdir sendist til umsjónarmanns Borgarvefsjár bvs@rvk.is

Reykjavíkurborg - Þjónustuver: 4 11 11 11 - netfang: upplysingar@reykjavik.is