Gakktu í bæinn. Menningarnótt 20.08.2011

Þátttökuumsókn

Menningarnæturpotturinn

Vöfflukaffi

Menningarnótt í Reykjavík verður haldin í sextánda sinn þann 20. ágúst næstkomandi. Á torgum og götum, í húsasundum og görðum, í galleríum, verslunum, menningarstofnunum og heimahúsum verða viðburðir af öllum toga og fylla miðborgina lífi.


Þema hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn“.


Þemað vísar til þessarar gömlu íslensku venju að bjóða fólk velkomið með því að bjóða því að ganga í bæinn og gera vel við gesti sína. Miðborgin býður gestum að ganga í bæinn, Harpan verður formlega vígð og opnar dyr sínar, og gestir eru hvattir til að ganga í bæinn, taka strætó eða hjóla. Seattle er gestasveitarfélag hátíðarinnar í ár og Reykjavík býður systurborg sinni til tuttugu og fimm ára hjartanlega velkomna með aðstoð frá Delta. Menningarnótt lýkur að vanda með glæsilegri flugeldasýningu í boði Vodafone.


Hvort sem þú hefur áhuga á að standa fyrir tilteknum viðburði og vantar stað eða ert staðarhaldari og óskar eftir aðstoð við að finna skemmtilega viðburði þá sækirðu um hér!Styrktaraðilar Menningarnætur 2011