Flýtileiðir

Leit


Netspjall

Hér er hægt er að fá beint samband við þjónustufulltrúa

Other languages

  • Immigrants
  • Polska
  • English

Hvað ungur nemur, gamall temur

05.04.2011

Aðalsteinn miðlar um stíðsárin.

Nemendur í 9. bekk í Ingunnarskóla hafa undanfarið verið að læra um seinni heimstyrjöldina og hvaða áhrif hersetan hafði á hið daglega líf hér á Íslandi. Til þess að fá betri innsýn í þetta tímabil var ákveðið að leita til eldriborgarar í Grafaholti og freista þess að fá fólk í kennslustund sem upplifði stríðsárin.

Eldri borgarar í Grafarholti tóku vel í þessa beiðni og síðastliðinn mánudag mættu þau Aðalsteinn Dalman Októson, Aðalheiður Bergsteinsdóttir og Atli Steinarsson í tíma hjá 9. bekk Ingunnarskóla og sögðu frá uppvexti sínum í Reykjavik á stríðsárunum. Þau eru öll fædd árið 1929 og voru því á ellefta aldursári þegar landið var hernumið af Bretum. 

Það var frá mörgu að segja og vera breska og síðan bandaríska hersins hafði feikileg áhrif á samfélagið í litlu Reykjavík. Nemendur voru mjög áhugasamir um lífshætti á tímum hernáms, hvað börn og unglingar höfðu fyrir stafni á þessum tímum og hvernig sambýlið gekk við hermennina.  Tískan á þessum tíma var rædd og kom það mörgum undarlega fyrir sjónir að drengir klæddust undantekningarlaust stuttbuxum og lopasokkum alveg upp í nára sem haldið var uppi með sokkaböndum. Stúlkur klæddust nær eingöngu pylsum eða kjólum þar sem ekki þótti við hæfi að þær gengu í síðbuxum. Rætt var um samskipti kynjanna eða íslenskra stúlkna og hermanna og hvernig það hafði áhrif á íslensku drengina og margt fleira.

Það var talsvert annar veruleiki sem blasti við börnum og ungmennum á þessum tíma en gerist í dag. Engu að síður eru það líkir hlutir sem eiga hug ungmenna hvort sem um er að ræða ungmenni stríðsáranna eða nútíma ungmenni.