Flýtileiðir

Leit


Netspjall

Hér er hægt er að fá beint samband við þjónustufulltrúa

Other languages

  • Immigrants
  • Polska
  • English
Styttu þér leið

Reykjavík Loftbrú

1. febrúar 2015:

Upplýsingar er að finna hér: http://www.uton.is/reykjavik-loftbru

 

ÚTÓN sér um umsýslu fyrir Reykjavík Loftbrú fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Icelandair, STEF og FÍH og FHF. Reykjavík Loftbrú er ætluð til þess að styðja framsækið íslenskt tónlistarfólk til að hasla sér völl á erlendri grund og kynna í leiðinni Reykjavík sem nútímalega menningarborg. Stjórn Reykjavíkur Loftbrúar samþykkti á stjórnarfundi sínum í desember 2014 að framlengja starfstíma sjóðsins með breyttum skilyrðum til desember 2015. Úthlutað er mánaðarlega, fyrir utan júlí mánuð en umsóknir sem berast í júlí eru teknar fyrir í byrjun september. Umsækjendur geta búist við svari í fyrstu viku hvers mánaðar.

Styrkþegum er úthlutað flugmiða frá Icelandair það sem einungis þarf að greiða skatta og bensíngjöld. Þessi upphæð er oftast í kring um 25.000 kr. til Evrópu og um 40.000 kr. til Bandaríkjanna.

Athugið að skilyrði fyrir styrkveitingu hafa verið breytt. Ekki er lengur nauðsynlegt að hafa komið fram á Iceland Airwaves, en það þarf að koma fram á minnst 4 tónleikum. Undantekning er veitt vegna showcase hátíða í samstarfi við ÚTÓN og aðrir tónleikar sem hafa mikið gildi fyrir kynningu hljómsveitar. Einnig er ekki lengur veittur afsláttur á yfirvigt fyrir styrkþega.

 

Aðal reglurnar sem vert er að hafa í huga eru þessar:

  • Umsóknin verður að berast fyrir miðnætti á síðasta degi mánaðar.
  • Brottfarardagur verður að vera minnst 4 vikur frá umsóknarfresti.
  • Staðfesting á tónleikahaldi verður að fylgja umsókn.

Ef einhverjar spurningar vakna skal benda fyrirspurnum að loftbru@gmail.com