Flýtileiðir

Leit


Netspjall

Hér er hægt er að fá beint samband við þjónustufulltrúa

Other languages

  • Immigrants
  • Polska
  • English

Álagning fasteignagjalda 2013

Álagning fasteignagjalda byggir á verðmætamati húsa og lóða í Reykjavík, stærð þeirra og notkun. Álagningarstofninn er fenginn frá Fasteignaskrá Íslands 31. desember ár hvert og byggir álagning næsta árs á eftir á þeim stofni. Fasteignaskrá Íslands fær upplýsingar frá Byggingarfulltrúanum í Reykjavík um nýbyggingar, eldri byggingar sem er breytt og hús sem eru rifin, metur verðmæti þeirra, endurmetur eða fellir úr fasteignamati. Sýslumaðurinn í Reykjavík sendir Fasteignaskrá Íslands upplýsingar um eigendur húsa og lóða og allar breytingar sem þar verða á. Allar þessar upplýsingar eru notaðar við álagningu fasteignagjalda, leiðréttingar, reikningagerð og innheimtu sem fer fram hjá Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Upplýsingar um álagningu fasteignagjalda 2013

Hægt er að nálgast álagningarseðla í Rafrænni Reykjavík.

Hér er hægt að senda inn erindi vegna fasteignagjalda

Skipting fasteignagjalda

Íbúðarhúsnæði, A-skattfl.:


Fasteignaskattur:           0,2% af fasteignam. húss og lóðar.
Lóðarleiga:                     0,2% af fasteignam. lóðar.
 
Annað húsnæði samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 1160/2005 og ákvæði til bráðabirgða, B-skattfl.:

Fasteignaskattur:         1,32 % af fasteignam. húss og lóðar.
Lóðarleiga:                   1,00% af fasteignam. lóðar.

Atvinnuhúsnæði, C-skattfl.:

Fasteignaskattur:        1,65% af fasteignam. húss og lóðar.
Lóðarleiga:                  1,00% af fasteignam. lóðar.