Flýtileiðir

Leit


Netspjall

Hér er hægt er að fá beint samband við þjónustufulltrúa

Other languages

  • Immigrants
  • Polska
  • English

Nýir stjórnendur við leikskólann Heiðarborg

30.06.2008

Upplestur á frétt

Nú í júní var skipt um stjórnendur á leikskólanum Heiðarborg.  Emilía Möller sem var leiksskólastjóri sagði starfi sínu lausu og í hennar stað var ráðin Arndís Árnadóttir. Hún útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands 1980 og hefur starfað sem deildarstjóri í leikskólanum Jörfa síðan hann tók til starfa 1997. Síðasta vetur leysti hún af bæði aðstoðarleikskólastjórann og svo leikskólastjórann. 
Ingibjörg B. Jónsdóttir sem var aðstoðarleikstjóri færði sig um set innan skólans og mun sinna starfi sérkennslustjóra í hlutastarfi.  Í hennar stað sem aðstoðarleikstjóri var ráðin Gunnur Árnadóttir.  Hún útskrifaðist úr Kennaraháskóla Íslands 2004 og hefur starfað sem leikskólakennari í leikskólanum Garðaborg þar til nú .     
 
Þær eru báðar mjög spenntar yfir því að vera komnar í Árbæinn og hafa breytt um starfsvettvang.  Þeim finnst umhverfið hér yndislegt og hefur verið tekið einstaklega vel af börnum, starfsfólki og foreldrum.  Þær eru nú á fullu að undirbúa haustið og vilja koma því á framfæri að þær geti vel bætt við sig starfsfólki í haust.

Arndís Árnadóttir
Arndís Árnadóttir - leikskólastjóri.

Gunnur Árnadóttir
Gunnur Árnadóttir - aðstoðarleikskólastjóri.