Flýtileiðir

Leit


Netspjall

Hér er hægt er að fá beint samband við þjónustufulltrúa

Other languages

  • Immigrants
  • Polska
  • English
Styttu þér leið

15.06.2010

Einar Örn Benediktsson

Einar Örn Benediktsson
Netfang: einar.orn.benediktsson@reykjavik.is

Mér er ekki alveg sama, enda fæddist ég 1962. Ég á ættir að rekja til söngleiksins My Fair Lady og hefur líf mitt verið næstum því eins og hinn besti söngleikur. Skemmtilegt, erfitt, létt, fræðandi og á tíðum mjög dramatískt.

Námsferill
1986   BA-próf í fjölmiðlafræði, Honours in Media st., frá University of Westminster.
1982   Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.
           Hagaskóli.
           Melaskóli.

Starfsferill
Ég lauk stúdentsprófi frá MH og eftir það var ég póstbifreiðarstjóri þar til ég fór í nám í fjölmiðlafræði í London. Ég lauk því og útskrifaðist með BA-gráðu árið 1986. Samhliða þessu hef ég verið í hljómsveitum eins og KUKL, Sykurmolunum og núna er ég í Ghostigital.
Ég stofnaði fyrsta netkaffið, Síberíu, árið 1995. Áður hafði ég stofnað ásamt félögum mínum Smekkleysu SM en undanfari þess fyrirtækis má segja að hafi verið hljómplötuútgáfan Gramm.
Ég er núna einn eigenda Grapewire ehf. og hef verið framkvæmdastjóri þess til dagsins í dag.
Ég sit líka í stjórn Smekkleysu.
Núna á ég ekki gullfisk, en hundurinn Nóbel er minn fylgifiskur á göngutúrum um strandlengju Reykjavíkurborgar.

Pólitískur ferill
Kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Besta Flokkinn í maí 2010.

Núverandi nefndastörf á vegum Reykjavíkurborgar
borgarráð
menningar- og ferðamálaráð, formaður
íþrótta- og tómstundaráð (varamaður)
hverfisráð Grafarvogs
stjórn Strætó bs.
stjórn Sorpu bs. (varamaður)Skipurit