Fjölmenning í leikskóla

                                                                                                   veggspjald

Mikilvægt er að leikskólastarf í nútíma samfélagi endurspegli þann margbreytileika mannlífs sem þar er alla daga ársins. Fjölmenningarlegt leikskólastarf tekur mið af því að enginn er eins en allir geta verið með á sínum forsendum. Í því felst meðal annars að:

 • Styrkleikur samfélagsins felst í fjölbreytni, það er í lagi að vera ólíkur öðrum.
 • Nám, kennsla og samskipti eru án fordóma.
 • Starfsfólk leikskóla vinnur með eigin viðhorf 
 • Starfsfólk fer fjölbreyttar leiðir í samskiptum við fjölskyldur og fjölbreytt  fjölskylduform eru viðurkennd
 • Það er borin virðing fyrir öllum.
 • Börn læra um heimamenningu hvers annars.
 • Lögð er áhersla á að efla samvinnu og samkennd í barnahópnum.
 • Leitast er við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd allra barna þannig að þau geti sýnt styrkleika sinn og þekkingu.
 • Leikefni og umhverfi barnanna sýnir fjölbreytni í allri sinni mynd.
 • Unnið er með ólík tungumál og ritmál.
 • Kennarar þekkja leiðir til að kenna íslensku sem annað mál.


Hugmyndafræðin sem liggur til grundvallar efni á þessum vef er að mestu ættuð frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Meira um fjölmenningarlega hugmyndafræði .

Stutt kynning á fjölmenningarstarfi leikskóla Reykjavíkur

Sjá  kynningarbækling um vefinn pdf

Hægt er að prenta veggspjaldið hér til hliðar út: Heimurinn er hér - Velkomin í leikskólann.
einnig veggspjaldið: Heimurinn er hér - Leikum saman

 

Tungumálatorgið www.tungumalatorg.is
Tungumálatorgið
er vettvangur á neti, tengdur námi og kennslu tungumála og fjölmenningarlegu skólastarfi. Það er vettvangur allra skóla- og fræðslustofnana og hefur því þýðingu fyrir fjölmenna hópa tungumálakennara, skólastjórnenda,foreldra og nemenda.
Vefir og netsamfélög eru öllum að kostnaðarlausu og efni sem birt er á Tungumálatorginu hafa höfundarétthafar gefið leyfi til að sé notað samkvæmt ákvæðum Creative

Fordómapróf
Í þessu skjali er að finna efni sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur lét útbúa. Efnið má nota með starfsfólki leikskóla þegar unnið er með viðhorf og samskipti.

Pólsk-íslensk barnabók - ÞANKAGANGA MY"LOBIEG"
Agnieszku Nowak og Vala Þórsdóttir hafa unnið saman og gefið út barnabókina Þankaganga My "Lobieg". Bókina sömdu þær og myndskreyttu eftir að hafa tekið viðtöl við nokkur pólsk-íslensk börn og foreldra þeirra ásamt því að kynna sér tvítyngi og upplýsingar um innflytjendur á íslandi. Bókin fjallar um pólsk-íslenska stelpu, Súsönnu (Szczebrzeszynska), sem býr í Reykjavík en kallar sig Birgittu Bragadóttur því krakkarnir eiga svo erfitt með að bera fram nafnið hennar. Höfundar ákváðu að gefa bókina út á pólsku og íslensku til að undirstrika mikilvægi beggja tungumála. Hægt er að panta bókina hjá höfundum en þá kostar hún kr. 2.500 auk sendingakostnaðar. Einnig fæst hún í helstu bókabúðum á kr. 2.990. Nánari upplýsingar í lavateatro@hotmail.com  og aga@akarasu.com

Ljáðu mér orð- Myndræn orðabók
Ljáðu mér orð er myndræn orðabók, hugsuð sem hjálpartæki, til þess að auðvelda barni með annað móðurmál en íslensku að eiga samskipti við börn og fullorðna þegar það byrjar í leikskóla. Hægt er að nálgast orðabókina með því að smella hér: Ljáðu mér orð en mælt er með því að teknar séu myndir af barninu sjálfu í þeim athöfnum sem settar eru upp í bókinni. Leikskólar geta síðan bætt inn orðum og athöfnum að vild.

Upplýsingar á milli heimilis og skóla
Gagnabanki með upplýsingum á milli heimilis og skóla er kominn á heimasíðu Leikskólasviðs. Þar er að finna orðalista á 10 tungumálum og fjölmörg bréf s.s. eins og: lokað vegna skipulagsdags, eyðublað v. ofnæmis, vettvangsferð, foreldraviðtal og margt fleira. Allar þýðingarnar eru bæði á íslensku og viðkomandi tungumáli og hægt er að fylla inn í eyðublöðin rafrænt. Efnið er vistað á síðunni: Nýir íslendingar.

Sjá fjölbreyttar leiðir til að auðvelda samskipti á milli leikskóla og foreldra sem tala ekki íslensku eða annað tungumál sem nýtist þeim í samskiptum. 

 

 

 

 

 

.