Myndrænt efni

Myndmál - myndrænt orðasafn

Myndmál er einfalt, myndrænt, orðasafn fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. Kerfið kennir íslensku á mynd- og hljóðrænan máta, allt frá tölustöfum uppí persónufornöfn og er þar að auki kjörið fyrir tvítyngd börn og fólk af erlendum uppruna. Myndmál býður fagfólki að halda utan um frammistöðu barna á einfaldan og þægilegan máta.

Hæg er að komast inn á Myndmál - myndrænt orðasafn hér.
 

Íslensku jólasveinarnir

Hér má finna íslensku jólasveinina á pólsku og með myndum sem hægt er að prenta út. Kasia á Álftaborg vann þýðingarnar.

Ljáðu mér orð

Ljáðu mér orð er myndræn orðabók, hugsuð sem hjálpartæki, til þess að auðvelda barni með annað móðurmál en íslensku að eiga samskipti við börn og fullorðna þegar það byrjar í leikskóla. Hægt er að nálgast orðabókina með því að smella hér: Ljáðu mér orð en mælt er með því að teknar séu myndir af barninu sjálfu í þeim athöfnum sem settar eru upp í bókinni. Leikskólar geta síðan bætt inn orðum og athöfnum að vild. Greinagerð með bókinni fylgir og hægt er að nálgast hana með því að smella hér: Greinagerð með myndrænni orðabók.

 

Komdu og skoðaðu í kistuna - sögur og spurningar

Hér er skemmtileg saga eftir Hönnu Halldórsdóttur (leikskólastjóra á Klömbrum). Kristín Jóna Þorsteinsdóttir (Grafískur miðlari og vefhönnuður)sá um myndskreytingar, animation, uppsetningu og hönnun vefs.

 

Hanarnir tveir, saga frá Litháen

Hanarnir tveir er bók á litháísku um tvo hana. Það var Jolenta Rimiené leikskólakennari á Bergi sem bjó bókina til en börnin á deildinni hennar myndskreyttu.

Hanarnir tveir

 

Myndskreyttar sögur á nokkrum tungumálum

Hulda Karen Daníelsdóttir kennslurágjafi átti frumkvæðið að því á Vetrarhátíð 2005 að safna saman nokkrum barnabókum á erlendum tungumálum, skanna þær inn, þýða á íslensku og gera þær með því aðgengilegri fyrir fleiri. Nú hefur www.allirmed.is fengið leyfi til að nota birta þessar bækur og þökkum við kærlega fyrir það. Bækurnar munu birtast hér smátt og smátt.

Vinkonur, saga á arabísku

Mýsnar í Sumo, saga á japönsku

Risinn og vorið, saga á kínversku

Sundarafrændi og aldingarðurinn, Barnabók á singalísku frá Sri Lanka

 

Hátíðarbókin

Nemar á leikskólanum Bakkaborg útbjuggu skemmtilega hátíðabók þar sem hefðum og hátíðum leikskólans er lýst í máli og myndum. Leikskólar geta á einfaldan hátt útbúið sambærilega bók fyrir sinn leikskóla þar sem hefðum og hátíðum leikskólans er lýst á svipaðan hátt. Hér má skoða hátíðabókina.

 

Myndræn orðabók fáanleg í leikskólanum Blásölum

Hægt er að kaupa myndræana orðabók fyrir börn sem byrja í leikskóla og tala ekki íslensku. Myndræna orðabókin er ætluð til þess að auðvelda barni með annað móðurmál en íslensku að eiga samskipti við börn og fullorðna þegar það byrjar í leikskóla. Nánari upplýsingar um myndrænu orðabókina má nálgast hjá  Elísabetu í síma 5575720 eða í tölvupósti blasalir@leikskolar.is. Elísabet kynnti orðabókina á fræðslufundi um íslensku sem annað mál á Leikskólasviði í febrúar og má skoða kynninguna hennar hér

 
Bæklingur um útiveru
 
Nemar í leikskólanum Bakkaborg útbjuggu myndrænan bækling um útiveru og hvað ætti að vera í leikskólatöskunni. Bæklingurinn gagnast mjög vel fyrir foreldra. Leikskólakennarar geta nýtt hugmyndina um bæklinginn og útbúið samskonar bækling fyrir sinn leikskóla. Hægt er að skoða bæklinginn hér og prenta hann út.
 
 
 
 

06.06.2008
Sumarnámskeið 7. - 8. ágúst
Sumarnámskeið fyrir kennara Ísbrú heldur fimmta sumarnámskeið sitt fyrir kennara á öllum skólastigum sem kenna nemendum með íslensku sem annað tungumál.
06.06.2008
Kynningar og fræðslufundir um fjölmenningarlegt leikskólastarf
Í maí og september verða haldnir kynningar-og fræðslufundir um fjölmenningarlegt leikskólastarf fyrir starfsfólk leikskóla í öllum hverfum borgarinnar.
06.06.2008
Ráðstefna í Ósló 6.-7. nóvember 2008
Áhugaverð ráðstefna verður haldin í Osló 6-7 nóvember 2008 um kennslu minnihlutamála.
03.04.2009
Fróðleikur
29.04.2008
Tenglasafn
15.04.2008
Á döfinni
03.04.2009
Heimamenning
20.11.2007
Alls konar fólk
15.11.2007

13.11.2007
Lykilpersóna
09.11.2007
Skráning
13.11.2007
Vinnustundir
09.11.2007
Samvinnuleikir
09.11.2007
Foreldrasamstarf
15.06.2009
Aðlögun
09.11.2007
Fyrsta viðtal
09.11.2007
Heimaviðtal
20.03.2009
Túlkur