Menningarnótt í Reykjavík 


Velkomin á vef Menningarnætur


Menningarnótt er miðborgarhátíð í orðsins bestu merkingu því sjaldan skrýðist miðborg Reykjavíkur litríkari og skemmtilegri búningi en þennan dag.

Öll miðborgin iðar af margvíslegu lífi og listgreinar blandast saman á nýjan og spennandi hátt.

Menningarnótt höfðar til breiðari hóps fólks en flestar aðrar hátíðir, framboð af uppákomum af öllu tagi er aldrei jafn mikið og stemmningin í miðbænum er viðburður í sjálfu sér.

Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa saman og upplifa saman. Við erum öll hluti af Menningarnótt bæði sem gestgjafar og gestir. Allir eru með í skapa stemmningu Menningarnætur hvort sem um er að ræða þá sem skapa eða þá sem njóta.

Markmið stjórnar Menningarnætur er að greiða götu allra sem vilja taka þátt og finna þeim bæði tíma og rými í hátíðarlandslaginu.

 

FréttirHvað viltu gera og hvar viltu vera á Menningarnótt?

 

Hér með er auglýst eftir áhugasömum, frumlegum og hugrökkum hugmyndasmiðum til að fylla inn í viðburðalandslag Menningarnætur 2010. Strætin óma er yfirskrift hátíðarinnar í ár. Vertu með og sendu inn hugmynd sem hljómar vel.

Umsóknir og tillögur um atriði á Menningarnótt skal senda á
netfangið gudridur.inga.ingolfsdottir@reykjavik.is eða skuli.gautason@reykjavik.is

Við tökum enn spennt á móti öllum tillögum/óskum um viðburði og dagskráratriði en umsóknarfrestur vegna styrkja rann út nú í lok júní.

Hlutverk Höfuðborgarstofu og stjórnar Menningarnætur er að halda utan um alla almenna skipulagningu, leyfisveitingar og kynna viðburði hátíðarinnar.


Menningarnótt 2009